Eyvindur Karlsson

Eyvindur Karlsson_2Eyvindur Karlsson hefur meðal annars fengist við uppistand, tónlist, ritstörf og þýðingar, ásamt leikstjórn, og á almennt erfitt með að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Meðal annars liggur eftir hann skáldsagan Ósagt (2007), útvarpsþáttaröðin Tímaflakk (2006-2007), leikritaþýðingar og hljómplötur.
Eyvindur útskrifaðist með MA próf í leikstjórn frá hinum virta East 15 leiklistarskóla í London árið 2011. Síðan hefur hann fengist við ýmis verkefni, þar á meðal uppfærslu á Blúndum og blásýru eftir Joseph Kesselring á vegum Leikhóps FAS og Leikfélags Hornafjarðar, og Sweeney Todd: Morðóða rakaranum við hafnargötuna eftir Christopher Bond hjá Leikfélagi Hólmavíkur.
Eyvindur býr í Hafnarfirði ásamt eiginkonu, tveimur börnum og einum ketti sem á við geðræn vandamál að stríða.